gallerÍ
OG KAFFIHÚS
LÍTTU VIÐ Í GALLERÍIÐ
Árið 1998 tóku nokkrar konur í Grímsey saman höndum og opnuðu lítið handverksgallerí og kaffihús. Þeim fannst mikilvægt að geta boðið ferðamenn sem vildu heimsækja eyjuna og stíga yfir heimskautsbauginn velkomna.
Þær hófu rekstur formelga 5. júlí 1998 og leigðu þá neðstu hæð Sólbergs í Grímsey þar sem þær stunda enn rekstur í dag. Þær vildu geta selt heimagerðar vöfflur með rjóma og handverk frá konunum í Grímsey.
Eitt af landsins smæstu kaffihúsum og listagalleríum hafði verið í rekstri í um ár þegar þær ákváðu að færa út kvíarnar og stofna gistiheimili. Konurnar, sem höfðu fram til þessa leigt húsið, gátu keypt það með styrkjum og framlögum félaga og einstaklinga. Þær bjuggu til lítið og notalegt gistiheimili á efstu hæðunum tveimur í húsinu.
Húsið, Sólberg, var byggt árið 1928 og er fyrsta steinhúsið í eyjunni. Það er staðsett í hjarta Grímseyjar, á lítilli hæð rétt ofan við höfnina með gullfallegu útsýni yfir báta að afla landa, ferjuna koma og fara, eyjaskeggja í daglegum erindum.
OPNUNARTÍMAR
Sumaropnun (15. maí til
30. september):
12:00 til 17:00
Vetraropnun (1. október til
14. maí):
Eftir þörfum.
Einnig opið þegar flogið er.
Til sölu
Við seljum minjagripi, svo sem peysur, húfur, boli, bolla og póstkort.
Handprjónaðar lopapeysur, húfur, vettingar, treflar, sokkar, kjóar og fleira. Handútskornir lundar og hrafnar. Bók með myndum og upplýsingum um Grímsey.
Við seljum Heimskautabaugs-skírteini sem sönnun fyrir dvöl þinni í Grímsey.
Og fjölmargt fleira.
Matur og drykkur
Hefðbundnar íslenskar vöfflur með heimagerðri rabbarbarasultu, súkkuaði, sírópi eða þeyttum rjóma.
Kaffi, te og kakó.
AÐSTAÐA
Við tökum átta í sæti innandyra og allt að tvöfalt það úti á pallinum okkar.
Við bjóðum ferðamönnum að nýta salernisaðstöðuna okkar fyrir litlar 100 kr.
UPPLÝSINGAR
Við gerum okkar besta til veita ferðamönnum allar þær upplýsingar sem þeir vilja um eyjuna okkar.
Ekki hika við að spyrja okkur.
Gallerí | Gallerí | Gallerí | Gallerí | Gallerí |
---|