The Arctic Circle
WELCOMES YOU
VERIÐ Velkomin
Gistiheimilið okkar er staðsett í hjarta Grímseyjar rétt fyrir ofan höfnina. Húsið sjálft er á þremur hæðum, gistihúsið á þeim tveimur efstu en gallerí og kaffihús á þeirri neðstu.
Við höfum sex svefnherbergi með uppábúnum rúmum með hágæða-líni, tveimur koddum á gest, handklæði og þvottapoka.
Sameiginleg eldhúsaðstaða, stofa og baðherbergi er til staðar fyrir gesti. Við bjóðum ókeypis aðgang að þráðlausu neti. Barnarúm fyrir börn undir tveggja ára aldri er til boða án endurgjalds.
Hvað á ég að
gera í Grímsey?
Litla eyjan okkar er stútful af stórskemmtilegum leyndarmálum sem bíða þess að þú uppgötvir þau.