top of page

HEIMSKAUTS-BAUGURINN

BíÐUR ÞÍN

The Arctic Circle

WELCOMES YOU

VERIРVelkomin

Gistiheimilið okkar er staðsett í hjarta Grímseyjar rétt fyrir ofan höfnina. Húsið sjálft er á þremur hæðum, gistihúsið á þeim tveimur efstu en gallerí og kaffihús á þeirri neðstu. 

Við höfum sex svefnherbergi með uppábúnum rúmum með hágæða-líni, tveimur koddum á gest, handklæði og þvottapoka.

Sameiginleg eldhúsaðstaða, stofa og baðherbergi er til staðar fyrir gesti. Við bjóðum ókeypis aðgang að þráðlausu neti.​ Barnarúm fyrir börn undir tveggja ára aldri er til boða án endurgjalds.

Hvað á ég að

gera í Grímsey?

Litla eyjan okkar er stútful af stórskemmtilegum leyndarmálum sem bíða þess að þú uppgötvir þau.

Heimskauts-baugurinn

Norðurheimskautsbaugurinn liggur í gegnum Grímsey og þú getur gengið yfir hann.

Sundlaugin

Sundlaugin  í Grímsey er opin á mán, þri og mið frá 20:00 til 21:30 og laugardaga frá 14:00 til 16:00.

Norður- Ljósin

Norðurljós eru algeng yfir Grímsey frá október og fram í mars.

GALLERí og kaffihús

Á neðstu hæð Gistihússins rekum við lítið kaffihús og handverksgallerí með handavinnu frá Grímsey.

Lesa meira.

Göngu-slóðar

Um eyjuna liggja margir fallegir gönguslóðar.

Hægt er að kaupa kort í galleríinu.

Fugla-skoðun

Grímsey er þekkt fyrir þær þúsundir lunda sem byggja eyjuna. 

Allan ársins hring eru hér tugir fuglategunda sem eru mjög aðgengilegar fyrir myndatökur.

Sumar-sólstöður

Sumarsólstöður eru í kring um miðnætti 21. júní og þá sest sólin ekki.

Algjörlega magnað sjónarspil.

KRÍAN RESTAURANT

Sumaropnun frá kl. 12:00 til 21:00.

bottom of page